Hugmyndafræði Planetree og „hönnun fyrir alla“

Fulltrúi Planetree og Siv Friðleifsdóttir þáverandi heilbrigðisráðherra árið 2007Fulltrúi Planetree og Siv Friðleifsdóttir þáverandi heilbrigðisráðherra árið 2007Hugmyndafræði Planetree samtakanna sem miðar að því að auka vellíðan, bæði þeirra sem leita til heilbrigðisstofnana sem og þeirra sem þar starfa, hefur verið samþykkt sem hluti af forskrift vistvænnar hönnunar nýs Landspítala en samtökin stóðu fyrir úttekt árið 2007 meðal sjúklinga, aðstandenda og starfsfólks Landspítala.
Helstu niðurstöður úttektarinnar eru:

  • sjúkrastofur þurfa að vera einbýli
  • bæta þarf aðstöðu aðstandenda
  • skapa þarf hlýlegt og notalegt umhverfi fyrir sjúklinga, starfsfólk og gesti
  • auka aðgengi að upplýsingum.

Við vistvæna hönnun spítalans skal einnig taka mið af markmiðum um „hönnun fyrir alla“ sem öll Norðurlöndin eru langt komin með að tileinka sér. Markmiðin fela í sér að unnið er að uppbyggingu samfélags með aðgengi fyrir alla, bæði félagslega og á annan hátt.

Vistvæn hönnun skapar gott umhverfi fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk.Vistvæn hönnun skapar gott umhverfi fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk.Vistvæn hönnun skapar gott umhverfi fyrir sjúklinga, aðstandendur þeirra og starfsfólk og rannsóknir staðfesta að samhengi er á milli góðrar hönnunar sjúkrastofa og meðferðarárangurs. Hugmyndafræði vistvænnar hönnunar fellur því vel að markmiðum nýs Landspítala; að sjúklingurinn skuli ávallt vera í öndvegi jafnframt því sem stuðlað sé að aukinni hagvæmni í rekstri.