Fornleifarannsóknir

3879906 nyr landsp fornleif 190511 003Forkönnun á fornleifum á Landspítalalóðinni vorið 2011Fornleifauppgreftri á Landspítalalóðinni fyrir sunnan gamla spítalann lauk í október 2011 þegar mokað var yfir svæðið. Þar stóð á sínum tíma bærinn Grænaborg og fannst töluvert af gripum í uppgreftrinum, þar á meðal korði, sem er týpa af skrautsverði, töluvert af áhöldum, gleri og keramiki. Samantekt um rannsóknina verður kynnt opinberlega þegar hún liggur fyrir.

Samið var við fyrirtækið Antikva ehf. um framkvæmd rannsóknarinnar og var Vala Björg Garðarsdóttir fornleifafræðingur í forsvari fyrir uppgreftrinum.

Bæjarstæðið fannst á túninu suðvestan við gamla Landspítalann. Þetta hefur að öllum líkindum verið burstabær, þar sem heimildir geta til um það, en þó kom í ljós við uppgröftinn að húsið var tvískip og var annar grunnurinn sennilega undir timburhúsi en hinn steinhlaðinn með kjallara. Bærinn sjálfur virðis hafa verið byggður ofan á eldra mannvirki, líklega fjárborg eða hestagerði. Grænaborg mun hafa verið eitt af fyrstu tómthúsunum sem risu utan við Reykjavíkurkaupstað og því ekki mikið nytjaland fyrir ábúendur. Grænaborg var byggð í kringum 1830 af Hinrik Sigurssyni en hans niðjar bjuggu í bænum þar til hann var lagður niður í kringum 1920. Talið er að gerðið, eða borgin, sem bærinn er byggður á geti verið töluvert eldri, en erfitt er að segja nákvæmlega til um það, en miðað við jarðvegsþykknun og gjóskulög er borgin sennilega ekki mikið eldri. Má til gamans geta sér til að Grænaborg hafi einmitt dregið nafn sitt af borginni sem hún var byggð inní.

Mikið fannst af allskyns gripum við uppgröftinn, svo sem lyfjaglös og flöskur af ýmsu tagi, marskonar keramik, bæði diskar og stell, brýni og sverð. Ráðist var í þessar rannsóknir til að meta umfang og eðli minja á svæðinu vegna fyrirhugaðra framkvæmda við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut.

 

Fornleifarannsóknir - lokaskýrsla
Fornleifaskráning Landspítalalóðar
Landspítalalóð - Rannsóknarskýrsla