Spurningar og svör

Hér er leitast við að svara í stuttu máli almennum spurningum sem heyrast oft í umræðunni um nýtt sjúkrahús. 
Hægt er að senda athugasemdir og spurningar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.og við svörum eins fljótt og vel og kostur er. 

Hönnun meðferðarkjarna byggir á nýjustu þekkingu. Jáeindaskanni verður hluti af nútímalegri myndgreiningardeild meðferðarkjarnans.

Já, byggingar LSH við Hringbraut verða allar notaðar um sinn nema um 4.000 m² sem eru það gamlar eða lélegar að ekki er talið hagkvæmt að halda þeim við og nýta áfram. Annað eldra húsnæði verður endurbætt að hluta en ekki verður byrjað á því fyrr en nýju byggingarnar hafa verið teknar í notkun. Deiliskipulagsdrög gera ráð fyrir síðari byggingaráföngum en engin ákvörðun liggur fyrir hvort eða hvenær af þeim verður.

Það er af fjarhagslegum ástæðum. Brýnasta verkefnið nú er að skapa sameiginlegan vettvang fyrir alla bráðaþjónustu spítalans sem fullnægir kröfum tímans. Í síðari áföngum er ætlað að öll starfsemi spítalans búi við slíkar aðstæður með frekari uppbyggingu og endurbyggingu eldra húsnæðis.

Við uppbyggingu nýs Landspítala er lögð áhersla á þarfir sjúklinga og nemenda í heilbrigðisvísindadeildum. Öll hönnun er miðuð við þessa þætti.Vissulega verður mikil tækni á nýju sjúkrahúsi, en þó kannski ekki mikið meiri en nú er og ekki meira en eðlilegt má telja í háskólasjúkrahúsi.

Hátæknisjúkrahús er um margt villandi fyrir verkefni enda tæknin ekki aðalmarkmiðið. Landspítalinn er bæði háskólasjúkrahús og þjóðarsjúkrahús - spítali allra landsmanna - og því fer best á því að tala um verkefnið sem nýjan Landspítala.

Spítalinn starfar nú á 17 stöðum á höfuðborgarsvæðinu í um 100 húsum. Augljóst má vera hvert óhagræði er af svo tvístruðum rekstri, bæði faglega og fjárhagslega (sjá einnig svar við spurningunni um áætlaðan sparnað. Megnið af byggingum spítalans voru hannaðar upp úr 1950. Hlutverk og starfsemi sjúkrahúsa hefur síðan tekið gífurlegum breytingum og svara húsin því ekki kröfum nútímans. 

Ekkert rökrænt samhengi er við þessar aðstæður hvað varðar flæði vöru og fólks, þ. e. sjúklinga og starfsmanna (logistic). Tilflutningar sjúklinga innan spítalans, stundum milli bæjarhluta, eru beinlínis hættulegir. Fjarri fer að hægt sé að koma fyrir í gömlu húsunum þeim lögnum sem til þarf svo kröfum um loftræstingu verði fylgt, til þess er lofthæðin of lítil. Lög um friðhelgi einkalífs sjúklinga, sjúklingalög, eru brotin á flestum sjúklingum spítalans dag hvern því einrúm finnst varla til að afla nauðsynlegra upplýsinga án þess að óviðkomandi heyri. Fjölmargt annað mætti telja.

Því fylgir minnstur kostnaður þar sem hægt er að nota mikið af eldri byggingum og svæðið liggur mjög vel við almenningssamgöngum en 25% starfsmanna búa í innan við 14 mínútna göngufæris og 50% þeirra í innan við 14 mínútna hjólafæris við spítalann. Samgöngumannvirki annars staðar í borginni eða í nágrannasveitarfélögum eru ekki betur undir það búnar að taka við umferð sem tengist spítalanum. Nálægð við Háskóla Íslands og annað þekkingarsamfélag í Vatnsmýrinni skiptir einnig miklu máli vegna rannsókna og kennslu, en vel á annað hundrað starfsmanna spítalns eru jafnframt starfsmenn HÍ.

Norska fyrirtækið Hospitalitet hefur gert nýja hagkvæmniúttekt framkvæmdarinnar og borið saman við það að hafast ekki að í nýframkvæmdum en reka spítalann við óbreyttar aðstæður. Niðurstaðan er að árlega sparast 2.6 milljarðar í rekstri spítalans, en það svarar til rúmra 7 milljóna kr. á dag. Þetta stendur vel undir kostnaði og afborgunum af þeim lánum sem taka þarf til byggingarinnar og eignast ríkið húsin að 30 - 40 árum liðnum.

Samkvæmt framansögðu höfum við ekki efni á að reka spítalann í núverandi húsakosti. Fé sem til reiðu er til arðbærrar fjárfestingar er ekki til reiðu fyrir rekstur. Þegar gamli heimilisbíllinn er orðinn mjög dýr í viðhaldi, kemst ekki það sem ætlast er til af honum og eyðir miklu meiru en nýr bíll sem uppfyllir kröfurnar, er viðhaldsminni og sparneytnari er hagkvæmt að kaupa nýjan jafnvel þó taka þurfi lán fyrir fjárfestingunni.

Gert hefur verið ráð fyrir tæplega 800 ársverkum við undirbúning og framkvæmd nýbygginga. Í heildina er áætlað að verkefnið skili tæum 3.000 ársverkum.

Áætlaður kostnaður við bygginguna sjálfa (66 þús. m2) á verðlagi í byrjun árs 2009 er 33 milljarðar króna. Kostnaður við húsbúnað og tæki er 7 milljarðar og áætlað er að endurnýjun eldra húsnæðis kosti 11 milljarða. Samtals er þetta 51 milljarður króna.

Í drögum að nýju deiliskipulagi er gert ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði 1.600 bílastæði á lóðinni en að henni fullbyggðri verði þau um 2.000.

Nýbyggingar verða samtals fjórar, þar af ein viðbygging við Læknagarð sem HÍ mun byggja. Nýbyggingar spítalans verða því þrjár, sjúkrahótel, rannsóknarstofuhús og meðferðarkjarni. Í meðferðarkjarna verða m.a. bráðamóttaka, myndgreining, skurðstofur, æðaþræðingarstofur, gjörgæsla, endurhæfing, apótek, dauðhreinsun og 180 legurými. Í rannsóknarstofuhúsi sameinast öll rannsóknarstarfsemi spítalans á einn stað og á sjúkrahóteli verða 80 herbergi.

Núverandi áform gera ráð fyrir að 1. áfangi verði tilbúinn árið 2017

Samkvæmt hagkvæmniútreikningi sem lokið var í október 2011 er áætlaður sparnaður talinn verða 2,6 milljarðar á ári strax að loknum fyrsta áfanga. Heildarrekstrarkostnaður spítalans á árinu 2010 voru 35 milljarðar. Snúa má spurningunni við og kemur þá í ljós að íslenska ríkið er að verða af sparnaði að upphæð um 7 milljónum króna á sólarhring meðan ekki er búið að sameina starfsemina í Fossvogi og á Hringbraut.

Já, gert er ráð fyrir að á lóðinni verði reist 80 rúma sjúklingahótel. Frá hótelinu verður innangengt í alla meginstarfsemi spítalans.