22. nóvember 2017

Nýtt sjúkrahótel senn tilbúið

 

Nú fer að styttast í að fyrsta byggingin í Hringbrautaverkefninu, sjúkrahótelið verði tilbúið.

Sjúkrahótelið, sem er með 75 herbergi, mun breyta miklu meðal annars fyrir fólk af landsbyggðinni sem leita þarf heilbrigðisþjónustu til Reykjavíkur.

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítala segirí viðtali á ruv.is:


„ Að útvega gistingu fyrir fólk af landsbyggðinni sem er að sækja þjónustu sem er ekki veitt í heimabyggð. Svo að veita konum af landsbyggðinni gistingu nálægt fæðingardeild meðan beðið er fæðingar sérstaklega ef að er um áhættufæðingar að ræða.“


Guðlaug Rakel segir að til standi að vera með aðstöðu fyrir fjölskyldur á sjúkrahótelinu.


Nýja sjúkrahótelið verður tekið í notkun í byrjun árs 2018.

 

Frétt um málið má sjá hér